Þuríður

thuridur

Þuríður Sólveig Árnadóttir er fulltrúi í fræðsluráði fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð á Akureyri. Hún er íþróttakennari og sjúkraþjálfari að mennt og hefur lokið meistaragráðu í Heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri. Þuríður hefur í 29 ár unnið sem sjúkraþjálfari og árið 2010 stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki, Stíg- endurhæfingu, sem er göngudeild sjúkraþjálfunar. Þar hefur hún starfað síðan í fullu starfi sem sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri.

Þuríður hefur hefur verið virk í félagsmálum allt frá menntaskólaárum sínum en hún var fyrsta konan til að verða kjörin formaður skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Þuríður hefur starfað mikið innan íþróttahreyfingarinnar, m.a. verið framkvæmdastjóri og formaður UMSE, formaður UFA og unnið við þjálfun og sumarbúðir barna á árum áður. Hún hefur verið formaður Norðurlandsdeildar sjúkraþjálfara og verið félagsmaður í Zontaklúbbi Akureyrar og setið í stjórn þess félags.

Þuríður hefur alla tíð látið sér varða heilsu og velferð barna og þeirra sem minna mega sín. Hún er jafnréttismanneskja sem vill jöfn laun fyrir konur og karla, fleiri konur í stjórnir fyrirtækja, ríkisins og sveitarfélaga. Þuríður vinnur að málefnum sem styðja við konur og börn sem verða fyrir ofbeldi og óréttlæti hvar sem er í heiminum.

Þuríður vill jöfn tækifæri fyrir alla.