Stína

stina

Kristín Sigfúsdóttir skipar 22. sætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs  til bæjarstjórnakosninga á Akureyri 2018.  Kristín er fyrrverandi bæjarfulltrúi og hefur látið til sín taka í Vinstrihreyfingunni grænu framboði frá stofnun hreyfingarinnar.

Kristín var lengsta starfsævi sína líffræðikennari við Menntaskólann á Akureyri

Um þrjátíu ára skeið átti Kristín sæti í nefndum og ráðum hjá Akureyrarbæ, meðal annars sat hún í skólanefnd, félagsmálaráði, áfengis- og vímuvarnarnefnd, umhverfisnefnd, stjórnsýslunefnd og stjórn Norðurorku. Kristín er sem sagt hokin af reynslu og höfð í heiðurssætinu.

Kristín hefur brennandi áhuga á samfélagsmálum og hefur sinnt félagsmálum alla tíð. Meðal annars er Kristín gjaldkeri í stjórn VG á Akureyri til margar ára, ritari í Sjálfsbjörg á Akureyri, gjaldkeri í Hjartavernd Norðurlands, stjórnarkona í Hollvinasamtökum SAk og félagi í Zontaklúbbi Akureyrar sem berst fyrir bættri stöðu kvenna hvar sem er í heiminum.

Kristín hefur einnig brennandi áhuga á umhverfinu og lauk meistaragráðu frá Háskóla Íslands í umhverfisfræðum árið 2005 þar sem lokaverkefni hennar og Sóleyjar Jónasdóttur var gert um fyrstu mælingu á svifryki á Akureyri.

„Ég er stoltust af aðkomu minni að forvarnarmálum og umhverfismálum í vinnu minni fyrir Akureyrarbæ. Má þar nefna verkefnið Stöðvum unglingadrykkju, með foreldravaktinni, lokun súlunektardansstaða, vinnu fyrir Lautina og Aflið sem fulltrúi félagsmálaráðs. Í umhverfismálum má benda á þátt minn í svifryksrannsóknum, uppgræðslu Glerárdals, byggingu tjaldsvæðis að Hömrum og gjörbreyttum frágangi á úrgangi og sorpi.

Styttum vinnuvikuna og jöfnum launin endanlega þannig að allir fái sömu laun fyrir sömu vinnu.

Vilji er allt sem þarf til að útrýma fátækt með gjaldfrjálsri grunnþjónustu, mannsæmandi launum og skynsamlegum húsnæðismarkaði

Ég treysti Vinstrihreyfingunni grænu framboði best til að ná því að byggja upp velferðarsamfélagið sem tryggir almennan jöfnuð.“