Sóley

2018-kosningar-danni-mediumskorin512

Sóley Björk Stefánsdóttir er bæjarfulltrúi framboðs Vinstri grænna kjörtímabilið 2018-2022. Þetta er hennar annað kjörtímabil sem bæjarfulltrúi en áður hafði hún sinnt fjölbreyttu nefndarstarfi fyrir flokkinn.

Sóley er fjölmiðlafræðingur að mennt og hefur komið víða við um starfsæfina. Hún hefur mikla reynslu af láglaunastörfum, störfum í tæknigeiranum, sem millistjórnandi og sjálfstæður atvinnurekandi.

Hún hefur brennandi áhuga á samfélagsmálum og hefur tekið virkan þátt í starfsemi ýmissa félagasamtaka. Hún hefur á síðastliðnum árum meðal annars sinnt formennsku í félögunum Grasrót – skapandi samfélag, Kvikmyndaklúbbnum KvikYndi, Aflinu – samtökum gegn heimilis- og kynferðisofbeldi og Akureyrardeild KEA.

Sóley leggur mikla áherslu á umhverfisvænan lífstíl. Hún fer allra sinna ferða á rafhjóli, flokkar allt sorp, kolefnisjafnar flugferðir, forðast alla sóun og notkun skaðlegra efna.

Sóley er mikil jafnaðarmanneskja og femínisti. Hennar leiðarljós er sú staðreynd að eftir því sem bilið er minna milli þeirra ríku og fátæku, líður báðum hópum betur sem og öllum þar á milli. Hún hefur einnig lagt sig fram um að hvetja konur til þátttöku á sem flestum sviðum samfélagsins og er óþreytandi að styðja og hvetja kynsystur sínar sem og aðra hópa sem á stuðningi þurfa að halda.

Facebooksíða Sóleyjar

Instagramsíða Sóleyjar

Hundurinn hennar Sóleyjar