Samúel

samúel

Samúel Lúkas Rademaker skipar 19. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til bæjarstjórnakosninga á Akureyri 2018. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 2012 og fór í framhaldi af því í leiklistarnám í Gautaborg 2012-2013 og flutti svo til Berlínar þar sem hann starfaði við umönnun. Síðan 2015 hefur Samúel rekið heimagistingu á Akureyri á sumrin og eyðir hinum tíma árs í ritlist. Hann hefur einnig búið í Amsterdam og Búdapest.

Í stjórnmálum legg ég áherslu á jöfnuð, umhverfismál, loftgæði, heilbrigðismál, jafnrétti, menningu og listir. Ég vil líka efla líf í miðbæ Akureyrar og tryggja velferð og öryggi íbúa almennt.