Ólafur

oli

Ólafur Kjartansson skipar 13. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til bæjarstjórnakosninga á Akureyri 2018. Óli er iðnaðarmaður með kennsluréttindi framhaldskóla og hefur starfsreynslu í hvoru tveggja. Hann er Akureyringur síðan í bernsku.

Áhugasvið Óla tengjast mest villtri náttúru og jöfnuði í samfélaginu. Þess vegna finnur hann sig best með Vinstri hreyfinguni grænu framboði og núna er hann formaður svæðisfélagsins á Akureyri.
„Við erum með jörðina og umhverfið að láni hjá afkomendum okkar og þess vegna erum við skyldug til þess að skila því í betra standi en við tókum við því. Þar er ekki nóg að horfa bara á núið og yfirborðið, við verðum að horfa og hugsa dýpra og fram í tímann með fortíðina til að læra af.
Ég hef mikinn áhuga á frelsi og fjölbreytni og þá á ég við það frelsi til að velja sér framtíð óháð fjárhagsstöðu foreldra. Frelsi til að taka þátt í samfélaginu á sínum eigin forsendum án þess að vera bundin af úreltum staðalímyndum kynja, ætternis eða annars. Ferðafrelsi með fleiri möguleika en einkabílinn og skoðanafrelsi með virðingu fyrir fjölbreyttum viðhorfum og reynslu.
Sveitarfélögin eru mjög mikilvæg sem vettvangurinn þar sem við höfum möguleika á því að hafa áhrif á nærumhverfið ef við erum nógu virk  og þrautseig.
Tökum þátt í umbótastarfinu, verkefnin eru mörg.“