Inga Lísa

ingalisa
Inga Lísa Vésteinsdóttir situr í stjórn Minjasafnsins fyrir hönd Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri. Hún er 36 ára gömul móðir tveggja 5 og 7 ára gamalla stelpna. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í landupplýsingum hjá Þjóðskrá Íslands síðastliðin 8 ár.

Inga Lísa er alin upp í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit, gekk í Hrafnagilsskóla og stúdent af náttúrufræðibraut MA vorið 2003. Hún stundaði nám í Landfræði við HÍ og University of Guelph í Kanada, auk þess sem hún stundaði nám til kennsluréttinda við HA.

„Að undanskilinni barnapössun á unga aldri þá byrjaði ég að vinna úti 13 ára gömul. Ég hef starfað við allt milli himins og jarðar; ræstingar og framreiðslu, afgreitt bæði bensín og bjór, stundað rannsóknir, garðyrkju. Undanfarin ár hef ég sinnt formennsku hverfisnefndar Brekku og Innbæjar.

Velferðar- og umhverfismál eru mér einkum hugleikin og þar tel ég bæinn okkar kjörinn til að vera fremstan í flokki á landsvísu. Áhugamál mín eru hannyrðir og huggulegheit, þjóðhættir, matargerð og hvaðeina sem hrífur mig þá stundina. Ég legg mig fram um að finna gleðina í hinu smáa.“