Hermann

hermann

Hermann Ingi Arason skipar áttunda sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til bæjarstjórnakosninga á Akureyri 2018. Hermann er borinn og barnfæddur Akureyringur, af dæmigerðu íslensku alþýðufólki kominn. Eftir stúdentspróf lá leiðin í viðskiptadeild Háskóla Ísland. Hann hefur víða komið við á starfsæfinni, stundað landbúnaðarstörf, vegagerð, byggingarvinnu, barna- og unglingakennslu. grafíska hönnun, sinnt stjórnunarstörfum og unnið við leikhús og kvikmyndir. Hans helstu áhugamál eru tónlist og Akureyri. Síðustu 12 árin hefur hann rekið sitt eigið fyrirtæki á Akureyri á sviðið hönnunar, prentunar og skiltagerðar hverskonar.

Hið dæmigerða íslenska alþýðuheimili mótaði að miklu leyti stjórmálaskoðanir Hermanns. Jöfnuður og jafnrétti skiptir hann öllu máli. Áframhaldandi vöxtur bæjarins er spennandi verkefni með gríðarleg tækifæri og skiptir miklu máli að vel takist til í skipulagi og framkvæmd. Hermann telur mikilvægt að efla skólabæinn Akureyri, skapa fyrirtækjum aðstöðu til að vaxa og dafna í góðri sátt við umhverfið, efla menningar- og listalíf og hlúa sem best að öldruðum bæjarbúun. Hermann hefur setið sem áheyrnarfulltrúi VG í Umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar síðastliðin 4 ár og hefur mikinn áhuga á að sinna þeirri vinnu áfram og þá helst sem aðalmaður.