Gauti

gauti

Einar Gauti Helgason er varamaður í frístundaráði fyrir hönd Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Gauti er 26 ára gamall matreiðslunemi úr þorpinu sem starfar á veitingastaðnum Bautanum á Akureyri. Hann hóf störf þar árið 2010 við uppvask en meginstarf hans í dag snýr að vaktstjórnun ásamt yfirumsjón og matreiðslu á La vita é bella.

Gauti hefur lokið námssamning við matreiðslu á Bautanum og hann á einni önn ólokið í matreiðslunámi ásamt sveinsprófi. Hann hefur lokið diplóma í bjórfræði hjá Ölgerðinni, vaktstjórnunarnámskeiði hjá Iðunni og í vor mun hann ljúka námskeiði hjá Dale Carnegie.

Gauti hefur mikinn áhuga á nærsamfélaginu og hefur mikinn hug á að gera Akureyrarbæ að enn betra samfélagi. Hann hefur undanfarin tvö ár setið sem meðstjórnandi í hverfisnefnd Holta- og Hlíðarhverfis og eru skipulags- og leikskólamál honum ofarlega í huga.

„Helstu baráttumál mín eru jafnrétti, jafnræði, réttlátt samfélag, umhverfismál (fyrst og fremst áherslu á matarsóun og sorpflokkun), opið stjórnkerfi, aukið íbúalýðræði, húsnæðismál ungs fólks, aukin iðnmenntun á Akureyri og aukið gagnsæi í stjórnkerfi og verklagi verkalýðsfélaga.“

Gauti er þekktur fyrir að vera víðsýnn á alla fleti mannslífsins, það kristallast í fjölbreyttum tónlistarsmekk sem spannar allt tónlistarsviðið frá skagfirska kónginum Geirmundi Valtýssyni og rafiðnarrokki þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein.

Facebook síða Einars Gauta