Aðalfundur 2018
Mánudaginn 9. október var aðalfundur svæðisfélags VG á Akureyri og nágrenni haldinn. Við erum svo heppin að í stjórn félagsins situr ómótstæðileg blanda af reynsluboltum og nýrra fólki. Við bjóðum Eyrúnu Eyþórsdóttur velkomna í stjórnina og þökkum Dýrleifu Skjóldal Ingimarsdóttur fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins um langan tíma.
Hér má lesa skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár en hún gefur góða innsýn í starfsemi félagsins. Einnig birtum við hér ársreikning félagsins.