Finnur

finnur

Finnur Dúa situr í Stjórn Akureyrarstofu fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri. Hann er grafískur hönnuður en er jafnframt menntaður húsasmiður og slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Finnur starfaði í 14 ár hjá Slökkviliði Akureyrar og var fulltrúi innan Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ásamt því að gegna trúnaðarstarfi innan Slökkviliðs Akureyrar. Finnur sagði skilið við Slökkvilið Akureyrar 2013 og menntaði sig í kjölfarið sem grafískan hönnuð. Hann hefur einnig starfað sem leiðsögumaður í hjáverkum hjá Saga Travel.

„Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur. Ég gekk í Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskólann, Verkmenntaskólann og Myndlistaskólann á Akureyri. Sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hef ég menntað mig sem atvinnumann í hvoru tveggja ásamt ýmis konar sérnámi, má þar t.d. nefna viðbrögð við eiturefnaslysum. Þar af leiðandi hafa umhverfis- og mannúðarmál mótað mig sem persónu. Hvers konar ósanngirni, átroðningur og yfirgangur eru ekki þættir sem mér líkar og vil ekki sjá í íslensku samfélagi. Ég er mjög hreinskilinn maður og þar af leiðandi þoli ég hreinskilni annarra. Með framboði mínu í fjórða sæti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tel ég mig geta unnið góða vinnu í þágu allra Akureyringa.“