Arnfríður

frida

Arnfríður Kjartansdóttir er fulltrúi í Skipulagsráði fyrir hönd Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hún lauk kandidatsprófi í sálfræði í Árósum 1990. Bjó og vann við sitt fag í Danmörku til 2001 þegar hún flutti hingað heim til Akureyrar og fór að vinna sem skólasálfræðingur hjá Akureyrarbæ. Hefur líka verið með stofurekstur og unnið fyrir sveitarfélögin hér í kring. Vinnur nú sem sálfræðingur við Heilsugæslustöðina á Akureyri. Á þrjú uppkomin börn og hefur mikinn áhuga á tónlist og útiveru, sérstaklega fjallahlaupum. Hefur eytt mörgum deginum uppi í fjöllunum hér í kring um bæinn og þekkir hverja þúfu í Kjarnaskógi.

„Ég er fædd og uppalin á Akureyri, umkringd af góðum fyrirmyndum. Ég lærði frá blautu barnsbeini að maður ætti ekki að vera með hroka og að maður ætti ekki að afþakka nokkurt tækifæri til að læra. Þegar ég ákvað að fara í háskólanám bað faðir minn mig um að taka ekki upp óskiljanlegt mál því það væru til góð og gild íslensk orð yfir alla þá hluti sem sumir háskólamenntaðir vildu nota erlend orð yfir. Einnig lærði ég af foreldrum mínum óbeit á misnotkun hverskonar, hvort sem það var fólk eða efni sem um var að ræða. Finnst mikilvægt að hafa alltaf heildarmyndina í huga, reyna að koma í veg fyrir vandamál með forvörnum. Er ekki hrifin af skyndilausnum eins og að slá á einkenni með lyfjum án þess að skoða rót vandans. Hef mikinn áhuga á umhverfismálum og vil t.d. ekki raska jafnvægi náttúrunnar með því að nota eitur. Finnst líka mikilvægt að fólk nýti tækifæri til daglegrar hreyfingar með því að ganga eða hjóla í stað þess að nota einkabílinn til að koma sér á milli staða.“