Anna María

annamaria

Anna María Hjálmarsdóttir skipar 12. sæti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til bæjarstjórnakosninga á Akureyri 2018. Anna María er fædd og upp alinn á Húsavík og naut þeirra forréttinda sem barn og unglingur að fá að vera mikið í sveit. Hún flakkaði ung að árum um norðausturland og prófaði búskap og trilluútgerð svo eitthvað sé nefnt. Anna María var einn af stofnendum Aflsins – samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og starfaði þar sem ráðgjafi í 14 ár og hluta tímans sem formaður samtakanna. Síðustu níu ár hefur Anna María einnig borið titilinn öryrki sem hún hefur þó kosið að kalla geðþóttafulltrúi.

„Það að vera geðþóttafulltrúi þýðir að ég ræð mínum geðþótta á hverjum degi og í hvað ég nýti mína krafta. Ég er félagsliði að mennt og hef réttindi sem NLP-einka, -fjölskyldu og -hjónabandsráðgjafi. Ég hef einnig numið mynd- og leiklist. Ég á erfitt með að titla mig því ég er allskonar og út um allt og titla mig því sem geðþóttafulltrúi.

Þótt ég sé aðkomutútta þá hefur Akureyri heillað mig og vil ég leggja mitt af mörkum fyrir bæinn. Ég tel að mínir kraftar nýtist á flestum sviðum samfélagsins.“