Um okkur

brekkukot 2018
Skrifstofa VG á Akureyri er í Brekkugötu 7b
Hún er opin alla miðvikudaga yfir vetrartímann kl. 16:30 – 18 og þá er hægt að hitta bæjarfulltrúa eða eftir atvikum aðra kjörna fulltrúa hreyfingarinnar.

Alla mánudaga kl. 17:30-19:30 hittist bæjarmálahópur VG en hann samanstendur af fulltrúum hreyfingarinnar í nefndum og ráðum á vegum bæjarins. Fundirnir eru öllum opnir en dagskráin er nokkuð stíf þar sem fyrst og fremst er farið yfir málefni sem til umræðu eru á vettvangi nefnda, ráða og bæjarstjórnar.

Bæjarfulltrúi VG á Akureyri er Sóley Björk Stefánsdóttir
Hægt er að ná í hana í síma 8441555 eða með tölvupósti á netfangið soleybjork@akureyri.is

Ef þig langar til að taka þátt í starfinu getur þú mætt á opna skrifstofu á miðvikudegi eða bæjarmálafund á mánudegi. Einnig getur þú haft samband við bæjarfulltrúa í síma eða tölvupósti og spurt ráða um þátttöku.

Netfang félagsins er akureyri.vg@gmail.com

Finndu okkur á Facebook

Við erum líka á Instagram